- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Ný skýrsla UN Women um stöðu kvenna í heiminum er komin út. Skýrslan er sú fimmta í skýrsluröðinni, Progress of the World’s Women, og ber yfirskriftina „In Pursuit of Justice“. Í skýrslunni er að finna úttekt á stöðu kvenna og réttindum þeirra í heiminum.Með því að leggja áherslu á aðgengi kvenna að réttlæti og réttarúrræðum, er vakin athygli á því að misrétti gagnvart konum er enn ríkjandi um allan heim; á heimilum, á vinnustöðum, í stjórnmálum og í réttarkerfum. Í skýrslunni er að finna samansafn af dæmisögum og tölulegum upplýsingum sem varpa ljósi á stöðu kvenna og málum sem mikilvægt er að takast á við. Einnig er vakin athygli á aðferðum sem hafa virkað til að tryggja réttindi kvenna.
Upplýsingar um skýrsluna og skýrsluna sjálfa er að finna hér og eldri skýrslur hér.