- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Fjármagn til nýju stofnunarinnar verður líklega töluvert meira en það sem hefur verið lagt til málaflokksins í gengum þær fjórar stofnanir sem nú starfa. Þær eru UNIFEM, Division for the Advancement of Women (DAW), the Office of the Special Adviser on Gender Issues and Advancement of Women (OSAGI) og the UN International Research and Taining Institute for the Advancement of Women (INSTRAW). Með því að koma upp stofnun sem byggir á og nýtir sérfræðikunnáttu þessara fjögurra aðila skapast aukin tækifæri og meiri slagkraftur þegar kemur að því að mæta þörfum kvenna og stúlkna um allan heim og koma veg fyrir mismunun. UN Women mun beita sér fyrir bættum aðgangi kvenna að heilbrigðisþjónustu og menntun og koma í veg fyrir nauðganir, umskurð kvenna og mansal. Stofnunin mun taka til starfa 1. janúar 2011.
Nánari upplýsingar um stofnunina má finna hér