- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Jafnréttisstofa stendur fyrir kynningu á bókinni Ofbeldi í nánum samböndum eftir Ingólf V. Gíslason í Háskólanum á Akureyri í dag, 7. janúar. Kynningin fer fram í stofu L201 kl. 15.00 . Bók Ingólfs fjallar um einkenni ofbeldis í nánum samböndum, þróun þess og vísbendingar um að kona búi við ofbeldi. Einnig er fjallað sérstaklega um stöðuna á Íslandi, einkenni þeirra sem beita ofbeldi, einkenni barna sem búa á heimilum þar sem ofbeldi er beitt og loks hvaða og hvernig aðilar geti aðstoðað konur og börn sem búa við, eða hafa búið við ofbeldi.
Bókin er ætluð fagfólki en mikilvægt er að faghópar séu vel upplýstir og meðvitaðir um hlutverk sitt við að uppræta þetta samfélagsmein og lágmarka skaðann sem það veldur.
Á kynningunni verður bókinni dreift til faghópa.