- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Öndvegissetrið EDDA auglýsir nú styrki handa doktorsnemum, nýdoktorum og öðrum fræðimönnum sem fást við rannsóknir á fræðasviðum sem tengjast jafnréttis- og/eða margbreytileikafræðum.
Áhersla er lögð á þverfaglegar rannsóknir sem taka m.a. til áhrifa efnahags-/fjármálakreppu; menningar og siðfræði á krepputímum; félagskerfisins og velferðarríkisins; orðræðu og stjórnmála uppbyggingar; hugmynda um stjórnlagabreytingar; alþjóða- og samfélagsöryggis.
Umsóknarfrestur rennur út 7. október næstkomandi. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu öndvegissetursins.
Öndvegissetrið Edda er vettvangur fyrir samstarf fræðimanna,
rannsóknastofnana, stofnana, stjórnvalda og fyrirtækja, hérlendis og erlendis. Með klasanum er stefnt að því að Ísland verði í fararbroddi í rannsóknum, nýsköpun og starfi á þeim sviðum jafnréttismála sem Íslendingar eru sterkastir á og njóta trúverðugleika fyrir. Öndvegissetrinu er einnig ætlað að stuðla að þróun nýrra leiða til árangurs í málaflokknum og vinna að því að gera Ísland að virkri og samhæfðri rannsókna- og tilraunastofu á sviði jafnréttismála.