Opin námskeið um kynjasamþættingu

Jafnréttisstofa býður upp á opin námskeið um kynjasamþættingu í Reykjavík og á Akureyri í september. Á námskeiðunum verður fjallað um stöðu jafnréttismála á Íslandi, í hverju kynjasamþætting felst, hvers vegna við þurfum á skipulögðu jafnréttisstarfi að halda og hvernig mögulegt er að aðlaga aðferðina að starfi þátttakenda.Kynjasamþætting er aðferð til að meta hvort ákvarðanir innan stofnana hafi jöfn áhrif á
konur og karla. Með því að samþætta kynja– og jafnréttissjónarmið í ferli stefnumótunar og
ákvarðanatöku gefst leið til að meta hvort þjónusta skili sér jafnt til beggja kynja og hvort
aðgengi þeirra að þjónustu sé sambærilegt.

Opinberum stofnunum, skólum og þeim aðilum sem skipuleggja íþrótta- og tómstundastarf ber að gæta kynjasamþættingar við stefnumótun og áætlunargerð samkvæmt jafnréttislögum og því er starfsfólk á þessum starfssviðum sérstaklega hvatt til að taka þátt í námskeiðunum.


Námskeiðin byggja á bókinni Jöfnum leikinn – Handbók um kynjasamþættingu sem Jafnréttisstofa gaf út fyrr á árinu og er hluti af Evrópuverkefninu Samstíga (www.samstiga.is).

Nánari upplýsingar um námskeið og skráningu er að finna hér