- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Í tilefni af komu fr. Navanethem Pillay, mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna til Íslands, stendur utanríkisráðuneytið í samvinnu við Mannréttindaskrifstofu Íslands og Mannréttindastofnun Háskóla Íslands fyrir opnum fundi um eflingu og verndun mannréttinda. Fundurinn er haldinn í Þjóðmenningarhúsinu og hefst kl. 16:00. DAGSKRÁ
Ávarp Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra
Navanethem Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna fjallar um hlutverk SÞ við að efla og vernda mannréttindi
Fyrirspurnir og umræður
Fundarstjóri: Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður á RÚV
Fundurinn fer fram á ensku.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.