Opinn fyrirlestur um kynjaða fjárlagagerð

Næstkomandi föstudag, 18. desember, flytur Dr. Elisabeth Klatzer opinn fyrirlestur um kynjaða fjárlagagerð (Gender Responsive Budgeting) í stofu 101, Lögbergi, kl. 12:00-13:00 á vegum GET, Alþjóðlegs jafnréttisseturs.
Dr Elisabeth Klatzer er ráðgjafi í kynjasamþættingu hjá austuríska kanslaraembættinu auk þess sem hún hefur rannsakað og talað fyrir kynjaðri fjárlagagerð í stjórnsýslu sveitarfélaga, ríkisstofnana og á alþjóðlegum vettvangi.

Fjárlagagerð er pólitískt verkfæri sem endurspeglar gildi, valdatengsl og forgangsröðun stjórnvalda.  Kynjablind fjárlagagerð viðheldur kynjamismunun og misskiptingu valds milli kvenna og karla.  Dr. Klatzer mun ræða um forsendur kynjasamþættingar og hvernig kynjuð fjárlagagerð getur stuðlað að jafnrétti kynjanna, félagslegri þróun og efnahagslegum árangri.
 
Verið velkomin. 

--------------

GET-programme
www.get.hi.is
EDDA - öndvegissetur