- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Eitt af hlutverkum Jafnréttisstofu er að hafa eftirlit með að fyrirtæki og stofnanir öðlist jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu. Á undanförnum mánuðum hefur Jafnréttisstofa sent bréf til tæplega 700 fyrirtækja sem ekki hafa lokið jafnlaunavottun eða -staðfestingu. Annars vegar eru þetta fyrirtæki með 50-89 starfsmenn sem eru 189 talsins, þar af 160 sem ekki hafa hlotið vottun, og hins vegar fyrirtæki með 25-49 starfsmenn sem eru 490 talsins, þar af 476 sem ekki hafa hlotið vottun.
Tilgangur bréfaskriftanna er að upplýsa fyrirtækin með 50-89 starfsmenn um skyldu þeirra til að öðlast jafnlaunavottun fyrir 31. desember 2022 og óska eftir að þau upplýsi Jafnréttisstofu um stöðu mála hjá sér við undirbúning vottunar, og að upplýsa fyrirtæki með 25-49 starfsmenn um skyldu þeirra til að öðlast annað hvort jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu fyrir sama tíma og biðja þau um að upplýsa Jafnréttisstofu um hvora leiðina þau hyggist velja.