- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Með ráðstefnunni lýkur verkefninu um Jafnréttiskennitöluna, en því er meðal annars ætlað að stuðla að umræðu um jafna stöðu karla og kvenna í atvinnulífinu og aukinni vitund fyrirtækja, starfsmanna og almennings um mikilvægi fjölbreytileika í stjórnun fyrirtækja. Að verkefninu standa, auk Rannsóknaseturs í vinnurétti við Háskólann á Bifröst, viðskiptaráðuneytið, iðnaðarráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Félag kvenna í atvinnurekstri, Jafnréttisstofa og jafnréttisráð. Sérstakir styrktaraðilar verkefnisins árið 2008 eru Inn-fjárfesting og Baugur Group.
Dagskrá ráðstefnunnar verður auglýst nánar síðar, en hún fer sem fyrr segir fram föstudaginn 19. september nk. í Salnum í Kópavogi og stendur frá kl. 8.30-12.30.
Nánari upplýsingar um Jafnréttistölu-verkefnið er að finna hér.