- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands hefur gefið út tvær skýrslur þar sem greint er frá niðurstöðum tveggja rannsókna sem stofnunin vann fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið. Rannsóknirnar eru hluti af aðgerðaáætlun til að sporna við ofbeldi karla gegn konum í nánum samböndum. Niðurstöður voru kynntar í gær.
Önnur rannsóknin beinir sjónum að skimun og skráningu ofbeldis í nánum samböndum innan heilbrigðiskerfisins. Ingólfur V. Gíslason vann rannsóknina sem meðal annars leiðir í ljós vöntun á úrræðum fyrir þolendur og að ekki séu til fastmótaðir verkferlar í heilbrigðiskerfinu til að taka á málum er varða ofbeldi. Í rannsókninni kemur einnig fram þörf á aukinni fræðslu fyrir starfsfólk heilbrigðiskerfisins.
Í hinni rannsókninni sem unnin er af Guðrúnu Helgu Sederholm er fjallað um þjónustu sem félagasamtök veita konum sem beittar hafa verið ofbeldi í nánum samböndum. Rannsóknin sýnir meðal annars að túlkaþjónustu er verulega ábótavant. Þá telja viðmælendur að fatlaðar, aldraðar og erlendar konur njóti ekki fullrar þjónustu. Rannsóknin sýnir að þjónusta sem er í boði er takmörkuð við höfuðborgarsvæðið og jafnvel sú þjónusta er í uppnámi vegna takmarkaðs fjármagns.
Rannsókn á ofbeldi gegn konum - viðbrögð heilbrigðisþjónustu
Rannsókn á ofbeldi gegn konum - þjónusta 11 félagasamtaka