- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Ríkisstjórn Ísland samþykkti innleiðingaráætlun um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð fyrir árin 2015 til 2019, á fundi sínum þann 19. júní síðastliðinn.
Í jafnréttislögum, lögum nr. 10/2008, segir að við alla stefnumótun og áætlanagerð á vegum ráðuneyta og opinberra stofnanna skuli kynjasamþættingar gætt. Innleiðing kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar (KHF) hófst á Íslandi árið 2009 og byggir á aðferðafræði kynjasamþættingar.
Kynjasamþætting felur í sér að spurt er ákveðinna spurninga og ákveðinni aðferðafræði er beitt við ákvörðunartöku og stefnumótun. KHF snýst því um að sameina þekkingu á kynjamisrétti og þekkingu á gerð fjárlaga í þeim tilgangi að tryggja réttláta og sanngjarna nýtingu opinberra fjármuna.
Áætlunin sem kynnt hefur verið er unnin af verkefnastjórn KHF sem stýrt er af fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Í verkefnastjórninni sitja fulltrúar úr öllum ráðuneytum og frá Jafnréttisstofu.
Innleiðingaráætlunina má finna hér.