Konur í virðingarstöðum gefur starfinu lægri stöðu. Störf sem njóta minni virðingar hafa lægri stöðu óháð því hvort kynið gegnir starfinu. Þetta sýnir ný sænsk doktorsritgerð eftir Ylva Ulfsdotter Eriksson.
Eriksson rannsakaði hvaða störf nytu mestrar virðingar meðal sænsku þjóðarinnar og raðaði þeim í ákveðna virðingar röð. Niðurstaðan er að störf sem karlar sinna aðallega þykja virðingarverðust. Lögfræðingar, læknar og prófessorar eru meðal þeirra sem njóta mestrar virðingar í Svíþjóð. Störf þar sem ekki er krafist mikillar menntunar, svo sem afgreiðsla í verslunarmiðstöðvum og hafnarvinna, eru á botninum. Það sem ákvarðar virðingarsessinn er fyrst og fremst menntun en einnig tekjur og hæfileikinn til að koma fram opinberlega og hafa áhrif. Blaðamenn njóta virðingar en þáttastjórnendur njóta enn meiri virðingar.
Ylfa Ulfsdotter Eriksson segir að samband sé milli virðingar og kyns. Þau störf sem þykja óvirðulegust eru yfirleitt svonefnd kvennastörf. Eftir því sem fleiri konur afla sér menntunar og réttinda til að gegna ábyrgðamiklum störfum, því minni virðingar njóta þau. Eriksson segir að svo virðist sem konur spilli fyrir virðingarsessinum. Hún kann enga skýringu á þessu en telur til greina koma að hæfileikar sem teljist kvenlegir, þyki ekki við hæfi í æðstu stöðum. Enginn munur sé þó á skoðunum karla og kvenna á virðingu í starfi. Eriksson telur að erfitt verði að breyta ástandinu og langt sé í land að þeir sem starfa við umönnun njóti sömu virðingar og lögfræðingar. Nútíma-Svíi meti peninga og úrræði til að afla þeirra meira en umönnun og ábyrgð á lífi.
Fréttatilkynningu má sjá á heimasíðu Gautaborgar Háskóla.