- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Listasafn Reykjavíkur og Skotturnar, regnhlífasamtök kvennahreyfingarinnar á Íslandi hafa ruglað saman reitum og skipulagt dagskrárveislu sem verður nokkurs konar upptaktur fyrir kvennafrídaginn 25. október. Margar af fremstu listakonum landsins koma fram í dagskrá sem fram fer á Kjarvalsstöðum daglega frá kl. 12:30 - 13:00. Meðal listamanna má nefna Lay Low, Margréti Eir, Hildar Hákonardóttur, Þórunni Ernu Clausen auk trúða, pörupilta og fleiri. Umgjörð viðburðanna er hið heimilislega horn í sýningunni Með viljann að vopni, sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum.
DAGSKRÁ
Hér að neðan er dagskráin í stórum dráttum, en nánari upplýsingar um einstaka viðburði verða kynntar síðar og er einnig að finna á heimasíðu safnsins.
Laugardag 9. okt. kl. 12:30
Trúðaatriði með sérfræðingunum Mr. Klumz og Plong sem kynna nýjustu niðurstöður úr rannsóknum sínum. (Á ensku). Það eru leikkonurnar Tinna Þorvalds Önnudóttir og Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir sem bregða sér í hlutverk trúðanna.
Sunnudag 10. okt. kl. 15
Fyrirlesturinn Þóru Þórisdóttur um konur í myndlist, utan sem innan rammans. Fjallað verður inn á innkomu feminismans í myndlist á ofanverðri síðustu öld og um lífseigar, kynjaðar goðsagnir varðandi listsköpun. Þá verður kastljósinu beint að sýningum Listasafns Reykjavíkur Með viljann að vopni, Mel Ramos og Konur í list Ásmundar Sveinssonar og þeim hugmyndum velt upp hvernig orðræða um konuna hefur birst í íslensku myndlistarlífi undanfarna áratugi.
Mánudag 11. okt. kl. 12:30
Ljóðadagskrá tileinkuð Stígamótum. Fram koma Björg Guðrún Gísladóttir og Kolbrún.
Þriðjudag 12. okt. kl. 12:30
Söngur og spil þar sem fram koma leik- og söngkonurnar Þórunn Erna Clausen og Guðrún Árný og Soffía Karlsdætur.
Miðvikudag 13. okt. kl. 12:30
Trúbatrixa með Guðrúnu Jakobsdóttir sem flytur frumsamin ljóð.
Fimmtudag 14. okt. kl. 12:30
Pörupiltar leika við hvurn sinn fingur og dekra við dömurnar á staðnum. Leikarar: Alexía Björg Jóhannesdóttir og Sólveig Guðmundsdóttir.
Föstudag 15. okt. kl. 12:30
Júlía Hannam flytur ljóð eftir Ingibjörgu Haralds.
Laugardag 16. okt. kl. 12:30
Brot úr einleiknum Ferðasaga Guðríðar. Þórunn Erna Clausen leikur Guðríði Þorbjarnardóttur undir leikstjórn Maríu Ellingsen.
Sunnudag 17. okt. kl. 15
Hildur Hákonardóttir tekur þátt í leiðsögn um sýninguna Með viljann að vopni.
Mánudag 18. okt. kl. 12:30
Þóru Passauer contra-alt syngur einsöng við píanóleik Lilju Eggertsdóttur. Á dagskrá tónleikanna eru íslenskar söngperlur Draumalandið eftir Sigfús Einarsson, Nótt eftir Árna Thorsteinsson, Betlikerlinginn eftir Sigvalda Kaldalóns, Tonerna eftir Carl Sjöberg, Jeg elsker dig eftir Edvard Grieg, Den första kyssen og Svarta Rosor eftir Jean Sibelius.
Þriðjudag 19. okt. kl. 12:30
Upplestur og dagskrá unnin upp úr bókinni Laugavegurinn (um líf og störf þvottakvenna). Fram koma Unnur Jökulsdóttir, Harpa Björnsdóttir og Þórdís Alda Sigurðardóttir. Upplestur verður úr greinunum Þvottalaugarnar eftir Margréti Guðmundsdóttur sagnfræðing og Laugavegur í fortíð og framtíð eftir Sigríði Þorgeirsdóttur heimspeking. Þá mun Harpa Björnsdóttir fjalla um verkefnið Laugavegurinn, sem hún stýrði í maí 2009. En þar er um að ræða umfangsmikla göngu upp Laugaveginn með fjölda gjörninga og myndlistarsýningu sem varðaði leiðina. Gengið var inn í Laugardal þar sem í boði var fjölbreytt dagskrá og uppákomur við Þvottalaugarnar.
Miðvikudag 20. okt. kl. 12:30
Lay Low og Agnes Erna Estherardóttir verða á rólegu nótunum og flytja tónlist eftir Lay Low og lög við ljóð valinkunnra kvenna. Um frumflutning nokkura laga er að ræða.
Fimmtudag 21. okt. kl. 12:30
Söngkonan Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Kristín Björg Ragnarsdóttir fiðluleikari flytja fallegar vögguvísur sem hafa verið útsettar fyrir fiðlu og rödd.
Föstudag 22. okt. kl. 12:30
Þóra Karítas Árnadóttir leikles einleikinn Nauðgunin eftir ítalska leikskáldið, leikkonuna og femínistann Franca Rame.
Laugardag 23. okt. kl. 12:30
Margrét Eir Hjartardóttir söngkona sýnir sína bestu tónlistartakta.
Sunnudag 24. okt. kl. 15
Hrafnhildur Schram sýningarstjóri Með viljann að vopni verður með leiðsögn um sýninguna. Síðast komu 60 manns á leiðsögn Hrafnhildar og gerðu góðan róm að henni.
Mánudag 25. okt. kl. 12:30
Hildur Hákonardóttir les valda kafla upp úr bókinni Já, ég þori, get og vil og rifjar upp atriði frá Kvennafrídeginum 1975. Þar verður spurt og reynt að svara því hvaða þörf það var sem knúði konur til að leggja niður störf þennan dag með jafn róttækum hætti.
Aðgangur er ókeypis á alla viðburðina og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir.