- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Þann 3. febrúar var opnað fyrir innsendingar í Sexuna, stuttmyndakeppni fyrir nemendur í 7.bekk á landsvísu.
Sexan er fræðsluverkefni Neyðarlínunnar og breiðrar fylkingar samstarfsaðila sem ætlað er að fræða ungt fólk um birtingarmyndir stafræns ofbeldis. Viðfangsefni stuttmyndanna eru tæling, nektarmynd, samþykki eða slagsmál ungmenna.
Nánari upplýsingar má finna á vef Neyðarlínunnar, en þar er tekið á móti innsendingum milli 3.febrúar og til og með 8.apríl 2025.
Við hvetjum ykkur til að segja ungmennum í ykkar nærumhverfi frá keppninni og festa þannig Sexunna enn frekar í sessi sem árlegan, skapandi vettvang til að takast á við stafrænt ofbeldi á meðal ungmenna.