- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Hver eru tækifærin og hverjar eru hindranirnar þegar kemur að pólitískum völdum kvenna á sveitarstjórnarstigi? Jafnréttisstofa ásamd Sambandi íslenskra sveitarfélaga stendur að áhugaverðri málstofu um sveitarstjórnarmál á Fundi fólksins þann 8. september nk. Málstofan er haldin í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri og hefst klukkan 16:00.
Að málstofunni stendur breiður hópur fólks sem starfar eða hefur starfað á sveitarstjórnarstiginu. Í ljósi þess að konum hefur fjölgað jafnt og þétt á sveitarstjórnarstiginu, verður sjónum þátttakenda beint að þeim árangri sem þessi jákvæða þróun hefur skilað í raun. Hafa pólitísk völd kvenna aukist, af hverju eru ekki fleiri konur framkvæmdastjórar sveitarfélaga og hefur varanlegur árangur náðst, séð út frá sjónarhóli kynjajafnréttis? Svara verður leitað við þessum og öðrum mikilvægum spurningum nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga á næsta ári.
Málstofan hefst á kynningu á helstu lykiltölum í umsjón Helgu Guðrúnar Jónasdóttur, samskiptastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, en að því búnu deilir bæði reynt og nýlegt sveitarstjórnarfólk reynslu sinni og sýn á málið. Þau eru:
Málstofustjóri er Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Dalvík, og stýrir hún jafnframt pallorðsumræðu að framsögum loknum.
Lokaorðið á hins vegar Kristín Ástgeirsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastýra Jafnréttisstofu.
Málstofan fer fram í Hamraborg í menningarhúsinu Hofi á Akureyri kl. 16:00-17:30.