- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Samantekt á opinberum tölulegum gögnum um áhrif efnahagshrunsins á velferð kvenna er komin út. Skýrslan "Konur í kreppu?" var unnin fyrir stýrihóp velferðarvaktarinnar sem skipaður er af velferðarráðherra.
Hlutverk velferðarvaktarinnar er að fylgjast á markvissan hátt með félagslegum og fjárhagslegum afleiðingum efnahagsástandsins fyrir fjölskyldur og einstaklinga í landinu. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að fylgjast með þeim hópum fólks sem líklegir eru til að verða hvað harðast úti og koma með tillögur að aðgerðum til að mæta aðstæðum þeirra. Í öllu starfi velferðarvaktarinnar eru sjónarmið jafnréttis höfð í huga og meðal annars skoðuð áhrif aðgerða eða aðgerðaleysis á stöðu kynjanna. Með þetta að leiðarljósi ákvað velferðarvaktin að láta skoða sérstaklega áhrif efnahagshrunsins á velferð kvenna og eru niðurstöðurnar birtar í meðfylgjandi skýrslu.
Nánari upplýsingar um skýrsluna má nálgast hér