- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Jafnréttisstofa vill vekja athygli á skýrslu mennta- og menningarmálaráðuneytisins Jafnrétti í háskólum á Íslandi; greining á stöðu jafnréttismála í háskólum á Íslandi. Í skýrslunni er að finna samantekt á stöðu jafnréttismála þar sem háskólarnir eru skoðaðir með tilliti til þriggja þátta: Hvort jafnréttisáætlun sé til staðar og þá hvort að henni sé framfylgt. Með hvaða hætti haldið er utan um jafnréttismál innan hvers skóla og hvort einhverju sé ábótavant. Þá var staða jafnréttismála skoðuð með hliðsjón af jafnréttislögum, lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.Sagt er frá því að Háskólinn á Akureyri og Háskóli Íslands hafi náð lengst í markmiðum um að flétta sjónarmið beggja kynja í starfsemi sína. Skýrslan segir frá því að allir háskólar á landinu hafi jafnréttisáætlun sem nær til nemenda og starfsfólks. Í öllum skólum er áhugi fyrir áframhaldandi vinnu með jafnréttismál en bent er á að þörf fyrir jafnréttisfræðslu fyrir starfsfólk.
Háskólarnir eiga margt sameignlegt þegar horft er til stöðu karla og kvenna. Niðurstöður sýna að allir skólarnir hafa, meðal annars, áhyggjur af ójafnri skiptingu innan ákveðinna deilda og brottfalli karlkyns nemenda. Þá kemur í ljós að í háskólunum ríkir ekki skilningur á umfangi þeirrar vinnu sem felst í að framfylgja jafnréttisáætlunum. Vinna við jafnréttismál bætist þannig oft við verkefni sem þegar væru næg fyrir. Í háskólunum er einnig nokkuð rætt um mikilvægi þess að útvíkka jafnréttishugtakið og horfa á jafnrétti í víðari skilningi.
Í umræðu um niðurstöður viðtala við sérfræðinga á sviðum jafnréttismála í skólunum er lögð er áhersla á mikilvægi aukins samstarfs milli háskólanna. Í því sambandi er fjallað um mögulega árlega fundi þar farið er yfir markmið jafnréttisstaf og jafnréttisnefndir háskólanna fái tækifæri til þess að bera saman bækur sínar.
Nálgast má skýrsluna hér.