- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Jafnréttisstofa hefur birt myndrænt yfirlit um stöðu jafnlaunavottunar í lok ársins 2021. Af þeim 415 aðilum sem eiga að hafa hlotið vottun hafa 94 enn ekki klárað ferlið. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu undanfarin tvö ár hafa þeir aðilar sem áttu að klára ferlið í lok árs 2019 og 2020 fengið ríflegan frest. Nú er það mat Jafnréttisstofu að sá frestur sé liðinn og er stofnunin því að undirbúa tilkynningar um ákvörðun um álagningu dagsekta.
Jafnlaunavottun var lögfest í júní 2017. Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.
Á myndrænu yfirliti er hægt að sjá stöðuna í lok ársins 2021. Hlekkur á mælaborð
Hvenær þurfa fyrirtæki og stofnanir að hafa öðlast vottun?
Skv. breytingu á reglugerð nr. 1030/2017 um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðlsins ÍST 85 skulu fyrirtæki og stofnanir öðlast vottun sem hér segir:
Fyrirtæki eða stofnanir með 25 til 49 starfsmenn geta valið á milli að fá jafnlaunastaðfestingu eða jafnlaunavottun. Opinberar stofnanir, sjóðir og fyrirtæki sem eru að hálfu eða meirihluta í eigu ríkisins og þar sem 25 eða fleiri starfsmenn starfa að jafnaði á ársgrundvelli skulu hafa öðlast vottun eigi síðar 31. desember 2019.