- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars verður haldinn hádegisfundur með yfirskriftina Staða konunnar er laus til umsóknar Jafnrétti úr viðjum vanans! Fundurinn er á Grand Hótel Reykjavík og hefst kl. 11:45.
Fundurinn er skipulagður í samstarfi ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, SSF, Jafnréttisráðs og Jafnréttisstofu. Flutt verða þrjú erindi að þessu sinni. Margrét Steinarsdóttir fjallar um löggjöf um mismunum og fjölþætta mismunun, Eygló Árnadóttir ræðir hvort konur eru í kreppu og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson rýnir í skrif Öðlingskarlanna. Í upphafi fundar er framreitt matarmikið kjúklingasalat, nýbakað brauð og pestó auk kaffi á 1.900 kr.
Nánari dagskrá má lesa hér.