Stelpur-þarf að rannsaka þær?

MARK Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna býður upp á hádegisfyrirlestur í Odda-106 þriðjudaginn 8. maí kl. 12-13.
 
Claudia Mitchell, prófessor við McGill háskóla í Kanada mun fjalla um uppruna og þróun stelpnarannsókna, tengsl þeirra við barnarannsóknir, kynja- og kvennarannsóknir.
Þróun hugmynda og grasrótarstarfs á fræðasviðinu hefur vakið nýjar spurningar og leitt til rannsókna á hnattrænum tengslum suðurs og norðurs. Fyrirlesturinn er á ensku.