Stjórnendur ráðuneyta á námskeiði um kynjasamþættingu

Um fjörutíu stjórnendur og sérfræðingar ráðuneytanna sitja námskeið í kynjasamþættingu á vegum Jafnréttisstofu, sem haldið er á Hótel Sögu í dag og á morgun. Námskeiðið er hluti af Samstíga, verkefni Jafnréttisstofu sem er styrkt af Evrópusambandinu.Námskeiðið er fyrst og fremst ætlað ráðuneytisstjórum, skrifstofustjórum og sviðsstjórum ráðuneyta, en fyrirlesari er Ann Boman frá Svíþjóð sem starfað hefur um áraraðir að kynjasamþættingu þar í landi. Markmið námskeiðsins er að gera ráðuneytunum kleift að uppfylla skilyrði jafnréttislaga, þar sem segir að beita eigi kynjasamþættingu í stefnumótun og ákvarðanatöku á öllum sviðum samfélagsins. Nánar er hægt að lesa um Samstíga verkefnið á heimasíðu þess, sem er www.samstiga.is.