- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Jafnréttisþing verður haldið í Hörpu í dag, fimmtudaginn 20. febrúar og hefst kl. 10.00.
Hér er hægt er að horfa á streymi frá þinginu.
Til að taka þátt í umræðum er hægt að fara inn á: https://www.sli.do/ og senda inn spurningar. Lykilorðið er #jafnretti2020
Yfirskrift þingsins er Jafnrétti í breyttum heimi: Kyn, loftslag og framtíðin.
Á þinginu verður fjallað um samspil jafnréttis- og umhverfismála í tengslum við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Sérstaklega verður litið til framtíðaráskorana í tengslum við tæknibreytingar, loftslagsbreytingar og nýja atvinnu- og lifnaðarhætti og velt upp hvaða áhrif þessir þættir kunna að hafa á stöðu kynjanna í íslensku samfélagi. Dagskrá og fleiri upplýsingar má nálgast hér.