STUNDIN ER RUNNIN UPP



Jafnréttismál eru sveitarstjórnarmál
Föstudaginn 16. september kl. 09:00 boðar Akureyrarbær í samstarfi við Jafnréttisstofu til Landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga. Á fundinum verður fjallað um skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum, konur í sveitarstjórn, nýmæli í jafnréttisáætlunum, aðgerðir gegn ofbeldi,
jafnrétti í skólastarfi og fleira. Sveitarstjórnarfólk er hvatt til að fjölmenna á landsfundinn. 
Dagskrá ogskráning á landsfund

Jafnréttislög í fjörutíu ár
Í tengslum við landsfundinn boða Jafnréttisstofa og Jafnréttisráð til ráðstefnu fimmtudaginn 15. september kl. 11:00. Tilefnið er að fjörutíu ár eru liðin frá því fyrstu jafnréttislögin voru sett á Íslandi og fimm manna Jafnréttisráð skipað til að annast framkvæmd laganna. Á ráðstefnunni verður farið yfir þróun jafnréttislaga, stöðuna í dag og hvað sé brýnast að gera. Ráðstefnan er öllum opin.
Dagskrá og skráning á ráðstefnuna