- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Jafnréttisráð auglýsir styrk til nema fyrir meistaraverkefni. Um er að ræða rannsókn sem ráðið vill láta vinna fyrir sig til að afla upplýsinga sem ráðið telur mikilvægar. Markmiðið er að kanna hvernig foreldrar brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla.
Verkefnið hentar nema í félags- eða menntavísindum og beita skal kynjafræðilegu sjónarhorni á verkefnið. Gert er ráð fyrir að rannsóknin verði spurningakönnun og/eða viðtalsrannsókn þar sem foreldrar ungra barna eru spurðir um hvernig þeir ráðstafa dagvistunarmálum barna sinna eftir að fæðingarorlofi lýkur auk þess sem spurt verður um atvinnuþátttöku foreldra og umönnunar- og heimilisstörf.
Nánari upplýsingar má finna hér.