- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Á morgun, laugardaginn 28. mars, verður opnuð listasýningin MENN í Hafnarborg. Sýningin beinir sjónum að stöðu karla við upphaf 21. aldar og þeim breytingum sem orðið hafa högum þeirra.
Verkin sem valin hafa verið til sýningar eru unnin í fjölbreytta miðla bæði video-verk, ljósmyndir, málverk, teikningar og útsaumsverk. Í verkunum takast listamennirnir á við spurningar um stöðu karla innan fjölskyldu hvað varðar hugmyndir um þátttöku í heimilislífi, ábyrgð á afkomu og uppeldi barna.