Germaine Greer - ein þekktasta og umdeildasta kona á sviði jafnréttisbaráttu á 20. öld hefur þekkst boð um að mæta á Tengslanet III - Völd til kvenna, sem haldið verður að Bifröst dagana 1. og 2. júní.
Skráning fer fram á heimasíðu Bifröst undir Tengslanet III - (pantið jafnframt gistingu sem fyrst). Það dregur ekki úr aðsókninni að Germaine Greer verður aðal fyrirlesari. Guðrún Erlendsdóttir hæstaréttardómari mun segja frá reynslu sinni og úrval annarra kvenna verður með framsögur - allt frá því að gengið verður upp á Grábrók á fimmtudagskvöld 1. júní og þar til haldið verður til Bessastaða í boði forseta Íslands að ráðstefnu lokinni á föstudaginn 2. júní.
Germaine Greer fæddist í Melbourne og nam við háskóla í Ástralíu og Cambridge. Fyrsta bók hennar, The Female Eunuch eða Kvengeldingurinn, vakti gríðarlega athygli og er eitt áhrifaríkasta rit femínistahreyfingarinnar. Germaine Greer á að baki glæstan háskólaferil í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hún kemur reglulega fram í fjölmiðlum, m.a. sem þáttastjórnandi, greinahöfundur og gagnrýnandi. Frá árinu 1988 hefur hún stjórnað Stump Cross Books bókaforlaginu, en það sérhæfir sig í útgáfu óþekktra verka eftir skáldkonur fyrri tíma.
Dagskráin