- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Þú átt VON er afrakstur vitundarvakningarverkefnis um heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Þar er bent á fjölbreyttan stuðning og aðstoð sem er í boði og þolendur hvattir til að hringja í 112 til að leita sér hjálpar og finna það úrræði sem hentar best.
Heimasíða verkefnisins Þú átt VON má sjá hér.
Á síðunni er ýmsan fróðleik að finna:
Gerð hafa verið fimm myndbönd sem segja hvert sína sögu um heimilisofbeldi. Í fjórum þeirra segja raunverulegir þolendur sögu sína, þar á meðal barn, fötluð kona og kona af erlendum uppruna. Í því fimmta er sjónum beint að gerendum. Myndböndin voru unnin í samvinnu við auglýsingastofuna ENNEMM og Saga Film.
Hægt er að lesa til um hvaða úrræði eru í boði fyrir þolendur ofbeldis.
1) Netnámskeið til að auka þekkingu fagfólks um land allt á heimilisofbeldi. Námskeiðið samanstendur af 13 myndböndum með fyrirlestrum fagfólks sem starfar í nánum tengslum við fólk sem orðið hefur fyrir ofbeldi í nánum samböndum. Myndböndin er tilvalið að nota sem fræðslu fyrir starfsfólk stofnana, félagasamtaka og annarra. Þau er einnig hægt að nota sem hluta af ráðstefnum, námskeiðum, kennslu í framhaldsskólum og á háskólasstigi. Þau eru opin öllum til nýtingar að kostnaðarlausu.
2) Útvarpsþátturinn Kverkatak.
Jafnréttisstofa hlaut styrk úr áætlun Evrópusambandsins um réttindi, jafnrétti og borgararétt (Rights, Equality and Citizenship Programme 2014-2020) fyrir verkefnið Byggjum brýr Brjótum múra – Samvinna í heimilisofbeldismálum. Verkefnið var unnið í samstarfi við dómsmálaráðuneytið, velferðarráðuneytið, Ríkislögreglustjóra, Lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu, Lögregluna á Norðurlandi eystra, Lögregluna á Suðurnesjum, Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ.