- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Þann 8. mars n.k, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, standa Zontaklúbbarnir á Akureyri og Jafnréttisstofa fyrir hádegisfundi í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Fundurinn sem ber yfirskriftina Uppeldi barna í anda jafnréttis hefst með léttum veitingum kl: 11:30. Fyrirlesarar eru Brynhildur Þórarinsdóttir móðir, rithöfundur og dósent við Háskólann á Akureyri og Jón Páll Eyjólfsson faðir og leikhússtjóri Menningarfélags Akureyrar. Brynhildur kallar erindi sitt Þegar Messi fór að spila í prinsessubleiku - Hugleiðing um fyrirmyndir og staðalmyndir en Jón Páll nefnir sitt erindi Svarthöfði sigraður? Fundarstjóri verður Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra.Dagskrána má nálgast hér í pdf.
Allir eru hjartanlega velkomnir.