- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Í sumarfríum eru börn á ýmsum námskeiðum, samkomum, viðburðum og mannamótum. Því er mikilvægt að öll þau sem koma að skipulagningu og framkvæmd íþrótta- og æskulýðsstarfs séu upplýst um það til hvers er ætlast af þeim varðandi hegðun og framkomu. Þá er einnig mikilvægt að þekkja einkenni ofbeldis og vita hvert skal leita ef vaknar grunur um að barn hafi orðið fyrir ofbeldi.
Við minnum á að leita má ráða eða leiðsagnar hjá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs um samskipti, en vakni grunur um brot gegn barni skal undantekningalaust tilkynna það til 112, og/eða barnaverndarþjónustu og lögreglu.
Meðvitund um mikilvægi forvarna og réttra viðbragða hjá þeim sem starfa með börnum og ungmennum er nauðsynleg og mikil vinna hefur farið fram síðustu ár til að efla forvarnir og tryggja viðeigandi viðbrögð vegna ofbeldis gegn börnum og ungmennum. Meðal þess sem lögð hefur verið áhersla á er að gera eldra fræðsluefni aðgengilegt og útbúa nýtt fræðsluefni, leiðbeiningar og verkfæri til að auðvelda stjórnendum og starfsmönnum sem vinna með börnum og ungmennum að vera meðvituð um skyldur sínar og rétt viðbrögð við ofbeldi og áreitni. Efnið má m.a. finna á Stoppofbeldi vef Menntamálastofnunar, heimasíðu Neyðarlínunnar, heimasíðu Barna- og fjölskyldustofu, og heimasíðu Samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.