- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Á kvenréttindadaginn þann 19. júní afhenti Eygló Harðardóttir, félags og húsnæðismálaráðherra styrki úr Jafnréttissjóði Íslands. Tæplega 100 milljónir króna voru til úthlutunar úr sjóðnum sem stofnaður var í fyrra í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Alls bárust 142 umsóknir en 42 umsækjendur hlutu styrk.
Jafnréttisstofa var meðal þeirra sem hlutu styrk fyrir verkefnið „Rjúfum hefðirnar – förum nýjar leiðir“ sem miðar að því að vinna gegn neikvæðum staðalmyndum um hlutverk kvenna og karla í námi og starfi.