Vel heppnaður hádegisfundur

Í gær flutti Ingólfur V. Gíslason erindið Eru karlar hræddir við bleika gúmmíhanska? við góðar undirtektir en um 65 manns mætti á fundinn. Glærurnar ásamt fjölmiðlaumfjöllun um erindið eru nú aðgengileg á heimasíðunni.


Glærur Ingólfs

Frétt af Vísir.is

Viðtal í Síðdegisútvarpinu

Viðtal í Útvarpi Norðurlands

Í sama þætti var einnig áhugavert viðtal við Önnu Elísu Hreiðarsdóttir sem gerði rannsókn á meðal karlleiksskólakennara. Í rannsókninni var þeirri spurningu velt upp hvort í leikskólakennaranámi og starfi gætu verið þröskuldar sem karlar hnytu fremur um en konur. Niðurstöður eru meðal annars þær að þröskuldar finnast, til dæmis í formi goðsagna og staðalímynda. En þessi rannsókn barst í tal á fundinum.