- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Með yfirskriftinni er lögð áhersla á að ofbeldi gegn konum er mannréttindabrot sem hvergi á að viðgangast.
Átakinu í ár er ætlað að beina sjónum að þeim fjölmörgu samfélagsmeinum sem stuðla að ofbeldi gegn konum. Jafnframt verður litið yfir farinn veg og þess minnst hvaða árangur hefur náðst í baráttunni gegn kynbundu ofbeldi um allan heim ásamt því að endurskoða hvaða leiðir eru best fallnar til að halda baráttunni áfram.
Atburðadagatal 16 daga átaksins má lesa hér.
Eftirtaldir aðilar standa að 16 daga átakinu í ár:
Alnæmisbörn, Alnæmissamtökin á Íslandi, Alþjóðahús, Amnesty International á Íslandi, Barnaheill, Blátt áfram, Bríet ? félag ungra femínista, Femínistafélag Íslands, Forma, Hitt húsið, Jafnréttisstofa, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennahreyfing Öryrkjabandalags Íslands, Kvennaráðgjöfin, Kvennasögusafnið, Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Neyðarmóttaka vegna nauðgunar, Prestur innflytjenda, Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum, Rauði Kross Íslands, Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, Samtök um kvennaathvarf, Soroptimistasamband Íslands, Stígamót, Styrkur ? úr hlekkjum til frelsis, UNICEF á Íslandi, UNIFEM á Íslandi, V-dagssamtökin, Zonta á Íslandi og Þjóðkirkjan.
Alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi má rekja aftur til ársins 1991. Dagsetning átaksins, frá 25. nóvember, alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi, til 10. desember, hins alþjóðlega mannréttindadags, var valin til að tengja á táknrænan hátt kynbundið ofbeldi og mannréttindi. Tímasetningin var einnig valin til að leggja áherslu á mannréttindabrotin sem felast í slíku ofbeldi.