- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Dagana 19.-21. júní verður haldin norræn ráðstefna/fólkvangur á Akureyri undir heitinu Við þér enn eða hvað? Samtal um rætur. Þar verður fjallað um norrænar, keltneskar, samískar og grænlenskar rætur. Markmiðið er að skapa frjótt samtal um menningararfinn, kvenlægar rætur og skapandi framtíðarsýn, milli fræða, lista og iðju kvenna og karla frá ólíkum menningarsvæðum.Erlendir og innlendir fræðimenn og listafólk flytja erindi og kynna verk sín. Málstofur verða um einstök efni, m.a. mun Jafnréttisstofa skipuleggja málstofu um framtíðarsýn hvað varðar jafnrétti kynjanna í ljósi þróunar kynjaímynda, umhverfismála, lýðræðis eða skorts á því, styrjaldarátaka og friðar.
Fólkvangur-Kynning
Vitið þér enn-Viltu vera með?
Framlag - eyðublað
Nánari upplýsingar um fólkvanginn/ráðstefnuna er að finna á vefsíðunni www.mardoll.is