Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum

18. nóvember er helgaður vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun.  Af því tilefni vekur stýrihópur um aðgerðir gegn ofbeldi athygli á vef Vitundarvakningarinnar, með öllu efni sem framleitt var á árunum 2012 til 2015. Þar á meðal er myndin Fáðu já  fyrir táninga og Stattu með þér fyrir miðstig grunnskóla. Kennsluleiðbeiningar fylgja báðum myndunum. Bent er á teiknimynd Evrópuráðsins með íslensku tali: Segðu einhverjum sem þú treystir  sem var frumsýnd árið 2015. Einnig er vísað á kynningu fyrir uppalendur og alla sem vinna með börnum frá Róberti Spanó dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. 
Vefur Vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum:
https://www.velferdarraduneyti.is/vitundarvakning

Myndband fyrir uppalendur og þá sem vinna með börnum:
http://play.webvideocore.net/popplayer.php?it=8bk63bpuciw4

18. nóvember - dagur Evrópuráðsins til varnar kynferðislegu ofbeldi gegn börnum:
http://www.coe.int/en/web/children/end-child-sex-abuse-day