- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Fyrirtækið Vodafone hefur ákveðið að hætta sölu á klámi í gegnum vefgátt fyrir farsíma, Vodafone live og leigu myndefnisins í sjónvarpi Vodafone.Fyrirtækið segir þessa ákvörðun tekna í framhaldi af snarpri umræðu um sölu á slíku efni og hafi spjótin sérstaklega beinst að Vodafone. Nokkrir viðskiptavinir hafi haft samband við fyrirtækið á undanförnum dögum og látið í ljós vanþóknun sína á að Vodafone dreifi klámefni.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að Vodafone hafi meðtekið skilaboð viðskiptavina og samfélagsins og því tekið þá ákvörðun að hætta allri sölu á slíku efni.
Um nokkurt skeið hefur einnig verið hægt að kaupa klámefni hjá Sjónvarpi Símans í gegnum áskriftapakka og aðgang á videoleigunni SkjárBíó