Kynjakvótar og mögulegar hindranir á leið kvenna til æðstu stjórnunar
Guðbjörg L. Rafnsdóttir og Margrét Þorvaldsdóttir skrifar
Kynjakvótar og mögulegar hindranir á leið kvenna til æðstu stjórnunar
Í kjölfar kreppunnar sem legið hefur yfir evrópsku efnahagslífi frá árinu 2008 hefur umræðan
aukist um lágt hlutfall kvenna við æðstu stjórn evrópskra fyrirtækja. Ísland hefur ekki farið
varhluta af þeirri umræðu. Markmið þessarar greinar er tvíþætt. Annars vegar að skoða viðhorf til kynja-kvóta og kynjajöfnuðar í æðstu stjórnun fyrirtækja á Íslandi og hins vegar að leita skýringa á hvað mögulega heldur konum frá stjórnun fyrirtækja. Þrjú gagnasöfn liggja til grundvallar greininni; símakönnun byggð á þjóðarúrtaki, spurningalistakönnun meðal stjórnenda og viðtöl við stjórnendur og stjórnarformenn.
Niðurstöðurnar sýna að þótt almenningur og stjórnendur telji að fjölga þurfi konum við æðstu stjórnun fyrirtækja, er mikill munur á viðhorfum kynjanna til kynjakvótalaganna og ástæðna þess að fáar konur koma að æðstu stjórnun fyrirtækja. Þar sem Ísland er annað landið í heiminum til að setja lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja er mikilvægt að rannsaka þróun mála hér og meta hvort slíkir kynjakvótar séu vænlegt skref í átt til aukins kynjajafnvægis.
Grein Guðbjargar Lindu og Margrétar birtist í tímaritinu: Íslenska þjóðfélagið, 3. árg. 2012, bls. 57-76. Útgefandi: Félagsfræðingafélag Íslands.