- Samfélag og einstaklingar
- Vinnumarkaður
- Þjónustugátt
Í öðru lagi er það spurningin: Hvað get ég gert á mínum vinnustað til að minnka álag vegna samræmingar fjölskyldu- og atvinnulífs?
Ávinningurinn af því að skapa betra jafnvægi milli starfs og einkalífs er margvíslegur. Við vinnum ekkert endilega betur þó við vinnum lengur hvern dag og það eru gæðin sem skipta máli en ekki magnið. Þegar við náum að minnka álagið eykst einbeitingin og afköstin auk þess sem álagseinkenni sem kannski hafa gert vart við sig minnka þannig að heilsan batnar.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Jafnréttisstofu og í bæklingnum Sveigjanleiki á vinnustað í tíu skrefum.
______________________________
Þessi grein birtist áður í Blaði stéttarfélaganna 5. tbl. 1. árg. 2011. Blað stéttarfélaganna er gefið út af SFR og STRV.