Fréttir

Málþing um aðgerðir gegn ofbeldi í nánum samböndum

Föstudaginn 4. desember verður haldið opið málþing á Akureyri um aðgerðir gegn ofbeldi í nánum samböndum, heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi og afleiðingar þess á landsbyggðunum. Málþingið sem stendur frá 12:45 til 16:30 er haldið að Borgum við Norðurslóð á Akureyri í tengslum við 16 daga alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi.