Hlutfall kvenna í sveitarstjórnum 44%
Við síðustu sveitarstjórnakosningar, þann 31. maí í ár, jókst hlutfall kvenna meðal kjörinna fulltrúa nokkuð. Hlutfall kvenna náði 40% í kosningum árið 2010 en er nú orðið 44%. Tölur síðustu þrjá áratugi sýna mjög afgerandi og skýra þróun í átt til aukins jafnréttis í sveitastjórnum.
22.07.2014