Gæðaverkefnið Fyrirmyndarfélag ÍSÍ hvetur íþrótta- og ungmennafélög til að huga vel að jafnréttismálum í sínu starfi og setja sér jafnréttisáætlun.
Í kjölfar #MeToo umræðunnar tóku ÍSÍ og Jafnréttisstofa höndum saman með það að markmiði að aðstoða íþróttafélög við gerð jafnréttisáætlana þar sem m.a. kemur fram hvernig staðið er að forvörnum til að fyrirbyggja kynbundið ofbeldi, kynbundna áreitni og kynferðislega áreitni.
18.03.2019
Nýr enskur bæklingur um jafnréttismál á Íslandi er kominn út. Í honum er að finna upplýsingar um stjórnsýslu jafnréttismála á Íslandi og samantekt um jafnréttismál á ýmsum sviðum samfélagsins. Einnig má þar lesa um helstu áfanga í jafnréttismálum. Hægt er að nálgast rafræna útgáfu hér eða hafa samband við Jafnréttisstofu og fá eintak sent.
15.03.2019
Jafnréttisstofa gefur út bæklinginn Konur og karlar á Íslandi 2019, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti. Bæklingurinn Konur og karlar á Íslandi 2019 kemur út á íslensku og ensku og hefur að geyma tölfræðilegar upplýsingar þar sem varpað er ljósi á ólíka stöðu karla og kvenna eins og hún birtist á ýmsan hátt í íslensku samfélagi.
08.03.2019
Herferðin Þú átt VON sem Jafnréttisstofa gerði í samstarfi við ENNEMM og Sagafilm er tilnefnd til Lúðursins í flokki almannaheillaauglýsinga!
ÍMARK, félag íslensks markaðsfólks, í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa, stendur að veitingu Lúðursins, íslensku auglýsingaverðlaunanna og verða þau veitt þann 8. mars nk.
01.03.2019