Fréttir

Þroskahjálp gefur út upplýsingarit um réttindi fatlaðs fólks á vinnumarkaði

Landssamtökin Þroskahjálp, ásamt ungmennaráði samtakanna og Átaki, félags fólks með þroskahömlun, hafa tekið saman Upplýsingarit um réttindi fatlaðs fólks á vinnumarkaði samkvæmt lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði nr. 86/2018 og samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem fullgiltur var af íslenskum stjórnvöldum árið 2016.

Skýrsla um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna

Komin er út skýrsla Jafnréttisstofu um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna. Í skýrslunni er að finna greiningu á skiptingu kynjanna í nefndum, stjórnum og ráðum á starfsárinu 2020 auk þess sem farið er yfir þróun síðustu ára. Þegar litið er til meðaltals á skiptingu nefndarsæta í öllum ráðuneytum eftir kyni kemur í ljós að á árinu 2020 var hlutur kvenna 51% og hlutur karla 49%. Er þetta annað árið sem konur eru fleiri en karlar.