Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir tímabilið 2020-2023 verði lögð fram á Alþingi við upphaf 150. löggjafarþings í næsta mánuði.
28.08.2019
Þann 29. ágúst verður haldin ráðstefnan Breaking the Silence - Conference on how Icelanders United Against Domestic Violence og er öllum opin. Á undanförnum árum hefur samvinna í heimilisofbeldismálum fest í sessi á Íslandi og hefur sannað gildi sitt í baráttunni gegn ofbeldi í nánum samböndum. Samvinnan miðar að því að samræma og bæta verklag lögreglu, félagsþjónustu, barnaverndar og félagasamtaka í slíkum málum og stuðla að aukinni þekkingarmiðlun í málaflokknum meðal fagfólks sem starfar með fólki.
23.08.2019
Sérfræðingar Jafnréttisstofu lögðu land undir fót þann 14. ágúst síðastliðinn þegar þeir sóttu Austurland heim. Markmið heimsóknarinnar var að halda námskeið um jafnrétti og skólastarf á starfsdögum kennara í grunnskólunum.
16.08.2019