Fréttir

Framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir tímabilið 2020-2023

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillaga til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum fyrir tímabilið 2020-2023 verði lögð fram á Alþingi við upphaf 150. löggjafarþings í næsta mánuði.

Ráðstefna 29. ágúst um reynslu af samvinnu í heimilisofbeldismálum á Íslandi

Þann 29. ágúst verður haldin ráðstefnan Breaking the Silence - Conference on how Icelanders United Against Domestic Violence og er öllum opin. Á undanförnum árum hefur samvinna í heimilisofbeldismálum fest í sessi á Íslandi og hefur sannað gildi sitt í baráttunni gegn ofbeldi í nánum samböndum. Samvinnan miðar að því að samræma og bæta verklag lögreglu, félagsþjónustu, barnaverndar og félagasamtaka í slíkum málum og stuðla að aukinni þekkingarmiðlun í málaflokknum meðal fagfólks sem starfar með fólki.

Námskeið fyrir starfsfólk grunnskóla á Austurlandi

Sérfræðingar Jafnréttisstofu lögðu land undir fót þann 14. ágúst síðastliðinn þegar þeir sóttu Austurland heim. Markmið heimsóknarinnar var að halda námskeið um jafnrétti og skólastarf á starfsdögum kennara í grunnskólunum.