Fréttir

Staða jafnlaunavottunar í lok ársins 2021

Jafnréttisstofa hefur birt myndrænt yfirlit um stöðu jafnlaunavottunar í lok ársins 2021. Af þeim 415 aðilum sem eiga að hafa hlotið vottun hafa 94 enn ekki klárað ferlið. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu undanfarin tvö ár hafa þeir aðilar sem áttu að klára ferlið í lok árs 2019 og 2020 fengið ríflegan frest. Nú er það mat Jafnréttisstofu að sá frestur sé liðinn og er stofnunin því að undirbúa tilkynningar um ákvörðun um álagningu dagsekta.

#JÁTAK er hafið

Játak hvetur öll framboð til borgar-, bæjar- og sveitarstjórna til að huga að fjölbreytni, standa vörð um jafnan rétt allra kynja og stilla upp listum sem spanna vel fjölbreytt litróf mannlífsins.