Fréttir

Jóla- og nýárskveðjur

Starfsfólk Jafnréttisstofu óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.

Ísland verðlaunað fyrir að tryggja aðkomu kvenna að úrbótum í loftslagsmálum

„Ekki má eingöngu líta á konur sem þolendur loftslagsbreytinga, heldur sem mikilvæga gerendur við lausn vandans,“ sagði Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra í opnunarávarpi sem hún hélt í gær í málstofu sem haldin var á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn, sem bar yfirskriftina „Konur sem afl til breytinga.“

Opinn fyrirlestur um kynjaða fjárlagagerð

Næstkomandi föstudag, 18. desember, flytur Dr. Elisabeth Klatzer opinn fyrirlestur um kynjaða fjárlagagerð (Gender Responsive Budgeting) í stofu 101, Lögbergi, kl. 12:00-13:00 á vegum GET, Alþjóðlegs jafnréttisseturs.

Góð þátttaka í hátíðardagskrá og samstöðu á Akureyri

Fjölmenni var á hátíðardagskrá í tilefni af lokadegi 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi og degi Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna á Akureyri í gær.

Ályktun Jafnréttisráðs um skerðingu fæðingarorlofs

Jafnréttisráð hefur sent frá sér ályktun um þar sem varað er við þeim hugmyndum sem fram hafa komið um skerðingu fæðingarorlofs.

Hátíðardagskrá og samstaða á Akureyri

Í tilefni af lokadegi 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi og degi Mannréttinda- yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna verður flutt hátíðardagskrá kl. 16:15 í Kvosinni í Menntaskólanum á Akureyri en þaðan verður haldið að Ráðhústorgi þar sem samstaða gegn kynbundnu ofbeldi fer fram.

Kynbundið ofbeldi, vanræksla og ill meðferð

Háskólinn á Akureyri og Símenntun Háskólans á Akureyri bjóða upp á námskeið um kynbundið ofbeldi, vanrækslu og illa meðferð.  Námið er  kennt á komandi vormisseri og gefst nemendum kostur á fjarkennslu til Ísafjarðar, Egilsstaða, Selfoss og Hafnarfjarðar.

Jöfnum leikinn - Námskeið um kynjasamþættingu

Jafnréttisstofa stendur fyrir opnu námskeiði um kynjasamþættingu þann 14. desember nk. Námskeiðið fer fram á Hótel Reykjavík Centrum frá kl. 13:00 - 16:00.

Sýning á myndverkum úr bókinni Á mannamáli

Þann 25. nóvember síðastliðinn, á alþjóðadegi afnáms ofbeldis gegn konum, opnaði sýning á myndverkum úr bókinni Á mannamáli, í Smáralind í Kópavogi. Gestir og gangandi geta séð sýninguna á meðan á 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi stendur, eða frá 25. nóvember til 10. desember.

Viðurkenning KRFÍ veitt Spjallinu með Sölva

Sölvi Tryggvason, dagskrárgerðarmaður hlaut viðurkenningu Kvenréttindafélags Íslands í síðustu viku fyrir jöfn kynjahlutföll viðmælenda í spjallþáttunum „Spjallið með Sölva“ á Skjá 1. Það var Margrét K. Sverrisdóttir sem afhenti Sölva viðurkenningarskjalið.