Alþjóðlegur baráttudagur kvenna
Í dag, 8. mars, er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og víðs vegar um heim er þess minnst hvert mannkynið er komið í kynjajafnréttismálum og einkum kvennréttindum. Deginum hefur verið haldið á lofti víðs vegar um heim frá árinu 1909 en upphafið að honum áttu amerískar konur á 19. öld þegar þeim var meinað aðgengi að ræðustól. Hér á landi var dagsins fyrst minnst árið 1932. Dagurinn er talinn einn sá mikilvægasti til þess að fagna félagslegum, efnahagslegum og menningarlegum réttindum kvenna, auka vitund um hlutverk kvenna og ekki síst til að knýja á um þörfina fyrir frekari baráttu fyrir jafnrétti kynjanna.
08.03.2023