Fréttir

Byggjum brýr - brjótum múra

Þann 4. október nk. býður Jafnréttisstofa til ráðstefnu um heimilisofbeldi. Ráðstefnan er hluti af verkefni styrktu af ESB sem Jafnréttisstofa vinnur í samstarfi við Akureyrarbæ, Dómsmálaráðuneyti, Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, Lögregluna á Norðurlandi eystra, Reykjavíkurborg, Ríkislögreglustjóra og Velferðarráðuneyti. Þessi ráðstefna er sú fyrsta af þremur ráðstefnum sem haldnar verða í tengslum við verkefnið.

Vel heppnuð málstofa um kyn og sveitarstjórnarmál

Jafnréttisstofa og Samband íslenskra sveitarfélaga stóðu fyrir málstofu um kyn og sveitarstjórnarmál á Fundi fólksins sem fram fór á Akureyri 8. og 9. september sl. Þátttakendur voru almennt sammála um mikilvægi þess að konur jafnt sem karlar beittu sér á vettvangi sveitarstjórnarmála. Málsstofustjóri var Svanfríður Jónasdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri á Dalvík.

Starf lögfræðings á Jafnréttisstofu

Jafnréttisstofa auglýsir laust til umsóknar starf lögfræðings í fullt starf. Í boði er krefjandi starf í frjóu umhverfi sérfræðinga á sviði jafnréttis- og mannréttindamála þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði.

Skiptir kyn máli í bæjarpólitík?

Hver eru tækifærin og hverjar eru hindranirnar þegar kemur að pólitískum völdum kvenna á sveitarstjórnarstigi? Jafnréttisstofa ásamd Sambandi íslenskra sveitarfélaga stendur að áhugaverðri málstofu um sveitarstjórnarmál á Fundi fólksins þann 8. september nk. Málstofan er haldin í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri og hefst klukkan 16:00.

Vitni í eigin máli: Upplifanir þolenda kynferðisbrota af lagalegri stöðu sinni og réttindum

Hildur Fjóla Antonsdóttir, doktorsnemi í réttarfélagsfræði við Háskólann í Lundi, flytur fyrsta erindið í hádegisfyrirlestraröð RIKK. Nefnist það „Vitni í eigin máli: Upplifanir þolenda kynferðisbrota af lagalegri stöðu sinni og réttindum“, fimmtudaginn 7. september, kl. 12-13 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.

Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar

JAFNRÉTTISDAGUR MOSFELLSBÆJAR verður haldinn hátíðlegur í Framhaldsskóla Mosfellsbæjar (FMos), mánudaginn 18. september 2017 kl. 15.30-18.00.