Starfsfólk Jafnréttisstofu óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og heillaríks komandi árs.
22.12.2010
Á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna 10. desember veitti Jafnréttisráð árlega viðurkenningu sína fyrir framlag til jafnréttismála. Að þessu sinni var það Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta sem fékk viðurkenninguna.
21.12.2010
Jafnréttisviðurkenning Jafnréttisráðs verður afhent í Iðnó á morgun föstudaginn 10. desember kl. 16. Þetta er árviss viðburður og er viðurkenningin nú afhent í 18 sinn. Fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar, stundum fleiri en einn, hafa hlotið viðurkenninguna. Allir velkomnir.
10.12.2010
Nýlega lauk þáttaröðinni Friðhelgi-Kynferðisofbeldi á Íslandi hjá Ríkisútvarpinu en þeir voru í umsjón Eddu Jónsdóttur. Edda leitaði víða fanga til að gera efninu sem best skil en hún tók viðtöl við brotaþola kynferðisofbeldis, fræðimenn, sérfræðinga og aðra með þekkingu á þessum málaflokki hérlendis. Hægt er að nálgast þættina hér
08.12.2010
Í tilefni af alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi verður efnt til ljósagöngu og samstöðu á Ráðhústorgi fimmtudaginn 9. desember. Gengið verður með kyndla og kerti frá Akureyrarkirkju kl.16:30.
08.12.2010
Jafnréttisstofa,Aflið, Kvikmyndaklúbbur Akureyrar og Akureyrarbær standa fyrir kvikmyndasýningu í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi.
06.12.2010
Þann 25. nóvember síðastliðinn hófst alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hérlendis með Ljósagöngu og morgunverðarfundi á vegum Unifem.
01.12.2010
Málþing um ofbeldi í tilefni af útgáfu bókarinnar Ofbeldi: Margbreytileg birtingarmynd verður haldið fimmtudaginn 2. desember kl. 14-16 í stofu 101 á Háskólatorgi
29.11.2010
Í dag á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynferðisofbeldi veitti Stigamót jafnréttisviðurkenningu sína. Í fréttatilkynningu kemur fram að baráttan gegn kynferðisofbeldi getur verið erfið og málaflokkurinn blettur á íslensku samfélagi. Þess vegna er svo mikilvægt að halda til haga því sem vel er gert. Viðurkenninguna hlutu dr. Guðrún Jónsdóttir, stofnandi Stigamóta, Eyrún Jónsdóttir, forstöðukona Neyðarmóttöku vegna nauðgana, Anna Bentína Hermansen, Edda Jónsdóttir, blaðakona og Sigrún Pálína Ingvarsdóttir auk þess veitti Stígamót erlendum samstarfsaðilum samstöðuviðurkenningar fyrir ómetanlegan stuðning við starfsemi Stígamóta og Stígamótakonur í neyð.
25.11.2010
Diplómanám í hagnýtri jafnréttisfræði veitir nemendum hagnýta þekkingu til starfa að jafnréttismálum. Námið er 30 einingar og hægt að stunda með vinnu. Hluti námsins er bæði stað- og fjarkenndur svo fólki á landsbyggðinni gefst kostur á að nýta sér það. Samþætting kynja- og jafnréttissjónarmiða er lögboðin á Íslandi og sjónarhorn kynjajafnréttis á að flétta inn í stefnumótun og ákvarðanir á öllum sviðum samfélagsins. Í náminu er veittur hagnýtur undirbúningur fyrir þetta og önnur verkefni að jafnréttismálum. Þannig má tryggja að jafnréttislög verði ekki dauður lagabókstafur heldur lifandi verkfæri.
25.11.2010