Árlega fer Jafnréttisstofa yfir kynjahlutfall í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum ráðuneytanna. Helstu niðurstöður eru að hlutfall kynja er næstum jafnt, þriðja árið í röð. Hins vegar fækkar þeim nefndum þar sem kynjahlutfall er rétt við skipun þeirra, var 75% árið 2022 en 80% árið áður.
29.09.2023
Frá árinu 2019 hefur Jafnréttisstofa í samstarfi við CITE, Jafnréttisnefnd Portúgals (e. The Commission for Equality in Labour and Employment), unnið að þróun stjórnunarstaðals um launajafnrétti og upplýsingakerfi fyrir fyrirtæki og stofnanir um jafnréttismál.
29.09.2023
Sérfræðingar Jafnréttisstofu skrifa um viðbrögð við fjórða hluta vitundarvakningarinnar @Meinlaust þar sem tilefni var til að bregðast við hatursfullum ummælum sem fram komu á samfélagsmiðlum.
25.09.2023
Það er komið að fjórða og síðasta hluta vitundarvakningarinnar Meinlaust í samstarfi við félagasamtökin Hennar rödd. Vitundarvakningunni er að þessu sinni ætlað að sýna birtingarmyndir þeirrar öráreitni sem konur af erlendum uppruna verða fyrir í samfélaginu og fá fólk til að opna augun fyrir afleiðingunum.
11.09.2023