Ráðstefna um samning Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi
Sendinefnd frá Íslandi sótti ráðstefnu á vegum finnska þingsins og utanríkiráðuneytisins og Evrópuráðsins í Helsinki sem haldin var 17. janúar sl. Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra fór fyrir sendinefndinni sem samanstóð af Kristínu Ástgeirsdóttur, framkvæmdastýru Jafnréttisstofu, Margréti Steinarsdóttur, framkvæmdastjóra Mannréttindaskrifstofu Íslands, og Maríu Rún Bjarnadóttur, sérfræðingi innanríkisráðuneytisins í mannréttindamálum. Þuríður Backman alþingismaður sótti einnig fundinn fyrir hönd þingmannanefndar Evrópuráðsins.
22.01.2013