Fréttir

Formennskuáætlun Finnlands í Norrænu ráðherranefndinni

Finnland fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2016. Aðal áherslan í formennskuáætlun Finnlands er á  vatn, náttúru og fólk. Í norræna samstarfinu um jafnréttismál leggur Finnland áherslu á að vinna gegn kynbundnu ofbeldi, stuðla að jafnrétti kynjanna í fjölmiðlum og kynjasjónarmið í heilsuvernd. Þessar áherslur eru í samræmi við samstarfsáætlun jafnréttisráðherranna 2015-2018 sem ber titilinn „Saman fyrir jafnrétti“. Finnarnir leggja jafnframt áherslu á þverfaglegt samstarf innan ráðherranefndarinnar.

Vinnustofur um gerð jafnréttisáætlana

Jafnréttisstofa heimsótti Kaupfélag Skagfirðinga, fimmtudaginn 26. maí sl. með fræðslu um jafnréttislög og gerð jafnréttisáætlana. Stjórnendur og starfsfólk ýmissa deilda vann í hópum þar sem hafist var handa við gerð aðgerðabundinnar jafnréttisáætlunar fyrir Kaupfélagið. Mánudaginn 30. apríl var Jafnréttisstofa með samskonar fræðslu fyrir Farfugla sem nú eru í viðamikilli vinnu við að móta stefnu og framtíðarsýn fyrir fyrirtækið. Einn liður í þeirri vinnu er að fyrirtækið setji sér aðgerðabundna jafnréttisáætlun.

Jafnréttisviðurkenning Jafnréttisráðs

Í dag afhenti Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs. Að þessu sinni voru það tveir aðilar sem hlutu viðurkenninguna, Samtök um Kvennaathvarf og Reykjavíkurborg. 

Tillaga að framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum lögð fyrir Alþingi

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum tilfjögurra ára . Þetta er í sjötta sinn sem slík áætlun er lögð fram en markmið hennar er að tilgreina þau verkefni sem brýnust eru talin á sviði kynjajafnréttis.

Jafnréttislög í 40 ár

Miðvikudaginn 18. maí verða 40 ár liðin frá því að fyrstu jafnréttislögin voru samþykkt. Síðan þá hafa þau verið endurskoðuð fjórum sinnum sem endurspeglar þá þróun sem orðið hefur með nýjum áherslum, nýjum málefnum og nýjum leiðum. Margt hefur áunnist en það er líka mikið verk að vinna. Jafnréttisstofa boðar til fundar að Borgum, Akureyri kl. 12.00-13.15 á afmælisdaginn. Stutt erindi flytja Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra, Brynhildur Flóvenz dósent í lögum við HÍ og Ingibjörg Elíasdóttir lögfræðingur Jafnréttisstofu.

Jafnréttissjóður Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki

Í velferðarráðuneytinu er starfræktur Jafnréttissjóður Íslands sem stofnaður var með samþykki þingsályktunar 1009/2015 í tilefni af 100 ára kosningaréttarafmæli íslenskra kvenna. Megintilgangur Jafnréttissjóðs Íslands er að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn verkefni og rannsóknir einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka.